Lean ráðgjöf vinnur með Hagstofunni að töflum fyrir 6 deildir

September 27, 2017

Hagstofan innleiðir VMS töflur í deildum sínum undir leiðsögn Lean ráðgjafar

Lean ráðgjöf samdi við Hagstofu Íslands um ráðgjöf og aðstoð við innleiðingu á töflustjórnun og uppsetningu svokallaðra VMS taflna (Visual Management System).

Mikil tækifæri eru að til að auka og bæta samskipti og teymisvinnu hjá starfsfólki. Töflustjórnun og VMS-töflur hafa reynst mörgum fyrirtækjum vel. Töflustjórnun getur hjálpað fyrirtækjum að jafna framleiðslu, minnka lager, stýra verkefnum, jafna vinnuálag og bæta þjónustu við viðskiptavini. Því er ánægjulegt að sjá metnað Hagstofunnar til að gera gott starfsumhverfi enn betra.

„Í okkar rekstri eru verkefni stjórnandans skýr, að einstaklingar og hópar viti til hvers er ætlast af þeim og að þau axli ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna sinna. Með opinni og sýnilegri stjórnun, sem að mínu mati er best gert með töflum, fæst yfirsýn yfir verkefnin og eru þau rekin áfram og vöktuð með einföldum hætti. Umræða um óþægileg málefni, tengt því að verkefnin gangi ekki eins og planað var, verða að heilbrigðum og uppbyggilegum samtölum. Eftir að hafa starfað sem stjórnandi í tæp 30 ár hugsa ég oft til þess hve margt hefði betur getað farið ef ég hefði haft töflurnar. Reynsla mín eftir að hafa nú unnið með töflustjórnun í nokkur ár er að þannig sé best að koma stefnu til framkvæmdar.”

– Böðvar Þórisson, sviðsstjóri Fyrirtækjasviðs Hagstofunnar.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Lean skipulagsbreyting hjá Þúsund fjölum í Hafnarfirði

Í maí 2021 byrjaði fyrirtækið að innleiða Lean vinnuskipulag og hérna má sjá smá brot af innleiðingunni og breytingunni sem náðist að innleiða á mettíma.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean innleiðing hjá Eignarekstri

Ragnheiður framkvæmdastjóri Eignareksturs segir okkur frá árangri þeirra af þjónustu Lean ráðgjafar.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Er vinna dyggð eða er hugvit starfsfólks leiðin að nýsköpun

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg en er það okkur alltaf til framdráttar?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson