Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

Stytting vinnuvikunnar

bjóðum markvissa aðstoð til að gera vinnudag starfsfólk skilvirkari

01. 

betra skipulag

Með betra skipulagi sköpum við aðstæður til að taka frá tíma til að gera það sem er mikilvægast hverju sinni.

02.

aukin skilvirkni

Innleiðum skilvirkari aðferðir svo að við náum að koma meiru í verk innan vinnudagsins án lengri viðveru.

03.

teymi eru sterkari

Að starfsfólki vinni saman sem eitt lið skapar forsendur til að dreifa vinnuálagi betur á milli starfsfólk og fólk fær meiri stuðning við verkefni.

Hvernig á að stytta vinnudaginn?

Hreint og skipulagt vinnnuskipulagulag eykur framleiðni

Jafna vinnuálag á milli starfsmanna

Flestum líður betur að vinna í góðu skipulagi enda hefur það bein áhrif á afköst og vellíðan starfsfólks.

Algengt er að vinnuálagi sé misdreift á milli starfsmanna en stjórndur gera sér oft ekki grein fyrir því eða hafa ekki tæki til að stýra álaginu. Ein af undirstöðum góðs vinnuskipulag er að búa til yfirsýn svo hægt sé að sjá hvernig vinnuálagi dreifist. Með því móti er hægt að bregðast hratt við og dreifa vinnuálagi betur á milli starfsmanna.

Með því að dreifa vinnuálagi jafnar má nýta tíma sem annars færi til spillis til að stytta vinnuvikuna.

Samstillt liðsheild

Allir hlutir á sínum stað með sýnilegri stjórnun

Búum til samstillt teymi
Mikilvægt er að byggja góða liðsheild þar sem allir eru með sín hlutverk á hreinu. Liðsheildin á að vinna saman eins og íþróttalið, með yfirsýn yfir völlinn og keppa að sameiginlegu markmiði.

Grunnur að samstillut teymi er gott vinnukerfi þar sem samskipti og verkefnastýring teymisins er gerð markvissari. Þá er daglega hægt að skerpa á forgangsröðun og fá gagnvirka endurgjöf á unnin verk eða aðstoð eftir þörfum.

Við hjálpum fyrirtækjum að breyta hópi af samstarfsfólki í samstillt teymi.

Hafðu samband vegna styttingu vinnuvikunnar

Klárum dagleg verkefni innan vinnudagsins

Allir hlutir á sínum stað með sýnilegri stjórnun

Allir vinnustaðir ættu að huga að:
- Að allir starfsmenn séu með sitt hlutverk á hreinu
- Skipuleggja vinnudaginn og amk. viku fram í tímann.
- Sýna fyrirhyggju í stað þess að slökkva elda
- Auka verkefnaflæði og útrýma flöskuhálsum.
- Gera stöðu verkefna og vinnuálag sýnilegt
- Að verkefnaálag hvers starfsmanns sé viðráðlengt og hægt að klára innan vinnudagsins.

Með því að byggja vinnuskipulag í kringum þessa þætti má ná undraverðum árangri. Það leiðir af sér meiri verkhraða, færri mistök og hagkvæmara verk.

Algengt er að starfsfólk og hópar séu með alltof mörg verkefni í gangi á hverjum tíma. Með því að fækka verkefnum í gangi og klára verkefni þess í stað hraðar má draga úr vinnuálagi og auka framleiðni á skrifstofunni til muna. Einnig má með betri forgangsröðun setja skýr skil á milli vinnu og heimilis svo að starfsfólk þurfi ekki að opna tölvuna aftur að loknum vinnudegi.

Fáðu aðstoð vegna styttingu vinnuvikunnar

námskeið sem hjálpa til við styttingu vinnuvikunnar

Við bjóðum tvö námskeið sem henta ákaflega vel þeirri fræðslu sem þörf er á í tengslum við styttingu vinnuvikunnar svo að styttingin leiði ekki af sér aukið álag í starfi .

1. Námskeiðið skipuleggðu vinnudaginn er hannað til að kenna starfsfólki í skrifstofuumhverfi aðferðir sem gera vinnudaginn markvissari, bæta skipulag og búa til skil á milli heimilis og vinnu.

2. Námskeiðið Betri stjórnandi fer yfir hlutverk stjórnandans og hvaða aðferðir hann getur beitt til tryggja að vinnuálagi sé jafndreift á milli starfsfólks og hvernig eigi að huga að innleiðingu breytinga.

Þessi tvö námskeið eru eins sitt hvor hliðin á sama peningnum. Skipuleggðu vinnudaginn kennir praktískar aðferðir sem hægt að er innleiða strax í vinnudaginn hjá öllu starfsfólki. Hinsvegar til að ná sem bestum árangri skiptir stjórnandinn miklu máli. Samspil stjórnanda og starfsmanna er álíka mikilvægt og samspil þjálfara og leikmanna í íþróttum. Þess vegna fer námskeiðið Betri stjórnandi yfir það hvað stjórnandi þarf að gera til að pústlin falli á rétta staði og allt gangi betur.

Hafðu samband og bókaðu námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum