Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

5S - skilvirkari og betri vinnustaður

01. 

Betra skipulag

Með betra skipulagi eru meiri líkur á að áætlanir standist og verkefni séu kláruð á réttum tíma.

02.

vinnuumhverfi

Í hreinu og vel skipulögðu vinnuumhverfi  minnka líkur á mistökum og vinnuslysum til muna.

03.

mannauður

Starfsfólki líður almennt betur í hreinu og vel skipulögðu vinnuumhverfi og framleiðni eykst að sama skapi.

námskeiðið

Vilt þú læra hvernig á að skipuleggja vinnusvæði?

5S er ein mest notaða aðferðin úr Lean verkfærakistunni. 5S aðferðin snýst um að fara skipulega yfir allt vinnurýmið með það að markmiði að draga úr sóun. Byrjað er á að fjarlægja allt dót sem ekki á þar heima og endurskipuleggja rýmið svo starfsemin gangi sem best fyrir sig. Eftir endurskipulagningu þá eru sýnilegar merkingar notaðar til að skipulagið haldi sér til frambúðar í stað þess að vera tímabundið átak.

Að innleiða breytingar er ávallt erfitt og því skiptir miklu máli að þekkja aðferðina vel og hvernig er best að huga að innleiðingu.

5S er útbreidd aðferð

Um allan heim er sýnileg stjórnun notuð til að einfalda okkur lífið. Fyrirtæki geta nýtt sér sýnilega stjórnun til að einfalda vinnu, skerpa á ferlum, draga úr hættu á mistökum og til að auka framleiðni.

Því ætti þitt fyrirtæki ekki að gera slíkt hið sama?

5S námskeiðið:
- Læra að sjá sóunina í núverandi vinnuumhverfi.
- Læra að skipuleggja aðföng, tæki og tól.
- Læra breytta umgengni til að styðja betur við starfsemina.
- Læra hvernig má innleiða 5S á vinnustað.
- Læra hvernig efla má stjórnun sem styður við ofangreind atriði.

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur fái grunnskilning á 5S aðferðinni og hvernig á að innleiða hana á ólíkum vinnustöðum. Þátttakendur læra praktískar aðferðir sem þeir geta tekið með sér og innleitt í eigin rekstri.

Fyrir hverja? Alla stjórnendur, rekstraraðila og  verkstjóra.

Lengd námskeiðs: Um 2  klst.

Verð:
249.000 kr. + vsk fyrir óháð fjölda.

Athugið að flest Stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði fyrir sitt félagsfólk.

Sendu okkur línu eða tölvupóst á lean@leanraddgjof.is

Er þörf á betra skipulagi?

Í hvað fer tími starfsfólks?
Mikill tími starfsfólk fer forgörðum vegna sóunar sem er fylgifiskur flestra starfa. Það er því engin tilviljun að flest stórfyrirtæki leggja mikið upp úr því að hafa hreint og bjart vinnurými sem er skipulagt með það fyrir augum að vinnan gangi sem best fyrir sig. Starfsfólki líður almennt betur í þannig vinnurými og framleiðni eykst.

Hreint vinnuumhverfi mikilvægt
Með því að hafa betur skipulagt vinnuumhverfi er auðveldara fyrir starfsfólk og stjórnendur að sinna starfi sínu betur. Við það fá þeir meiri tíma til að sinna því sem mikilvægast er og geta brugðist hraðar við því sem kemur upp hverju sinni

Þekkingin er til staðar
Það er því tímabært að hjálpa stjórnendum að öðlast þekkingu á hvernig er best að skipuleggja starfsemi með það fyrir augum að draga úr sóun og ná betri tökum á vinnuumhverfinu. Ávinningurinn er meiri starfsánægja, skilvirkni og jafnara vinnuálag.

Panta námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum