Lean námskeið

Lean ráðgjöf býður fjölda námskeiða og vinnustofa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á aðlögun fyrir hvern viðskiptavin.

lean Námskeið

Námskeiðin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum sem vilja auka þekkingu sína á lean. Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðin og sérsníða eftir þörfum viðskiptavinarins.

Námskeiðin eru í flestum tilfellum haldin hjá viðskiptavininum nema um annað sé samið.

skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum lean

Öll viljum við fara heim í lok vinnudagsins ánægð með afrakstur dagsins. Áreiti og álag einkennir hins vegar vinnudaginn hjá starfsmönnum flestra fyrirtækja sem getur dregur úr afköstum og starfsánægju.

Ein af afleiðingum er kulnun og fjarvera frá starfi.

Hvað getum við gert til að stýra áreitinu?
Með aðferðum lean getum við lært að skipuleggja daginn og stýra áreitinu. Með því aukum við árangur og ljúkum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagsins.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir:
- helstu orsakir ofálags
- kynningu á grunnþáttum Lean
- aðferðir til að gera tölvupóstnotkun skilvirkari
- aðferðir hvernig hægt er að gera vinnudaginn afkastameiri og ánægjulegri
- myndir og myndbönd frá fyrirtækjum og einstaklingum sem nota aðferðir Lean til að skipuleggja heimilið og vinnudaginn. Hluti af myndböndunum er á ensku.

Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi starfsfólk öðlast þekkingu til að stýra vinnuálagi með aðferðum Lean sem leiðir til betri árangurs í starfi og starfsánægju.

Þátttakendur fá einföld verkefni úr efni námskeiðsins til að yfirfæra á eigin vinnu. 

Fyrir hverja: Alla starfsmenn og stjórnendur
Lengd námskeiðs: um 2 klst.

lean fyrir íslenskan iðnað


Farið verður yfir grunnatriðin í Lean ásamt helstu atriðum sem fyrirtæki nýta sér til að bæta reksturinn.

Fyrir hverja: Alla starfsmenn, stjórnendur og rekstraraðila iðnaðarfyrirtækja.

Lengd námskeiðs: 2 dagar, 3 klst. í senn.

hvað er Lean? - hugtök & aðferðir

Grunnnámskeið um aðferðarfræðina, helstu hugtök og aðferðir.
Hvað er lean, hvaðan kemur það og hvernig getur það nýst mínu fyrirtæki?

Fyrir hverja: Stjórnendur, millistjórnendur, verkstjóra og aðra áhugamenn sem vilja kynna sér hvort aðferðafræðin henti þeirra rekstri.

Lengd námskeiðs: um 90 mín. eða eftir samkomulagi.

Leiðsögn við innleiðingu á lean - vinnustofa

Námskeiðið byggir á 40 - 90 mín. vinnustofum og hentar þeim sem eru að hefja innleiðingu eða hafa hug á að gera það.

Helstu þættir:
- hvað er lean?
- helstu aðferðir (tæki og tól)
- í hverju felst munurinn er á lean fyrirtækjum og öðrum 
- afrakstur innleiðingar

Þátttakendur fá einföld heimaverkefni á milli vinnustofa til að kynnast hugmyndafræðinni áður en þeir hefjast handa við innleiðingu hjá sínum fyrirtækjum.

lean fyrir stjórnendur

Hlutverk stjórnanda hjá lean fyrirtæki er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki.

En í hverju felst munurinn og hverju þarf stjórnandinn að breyta til að innleiða lean á árangursríkan hátt?

lean er stefnan - sameiginleg markmið deilda

Algengt er að deildir innan fyrirtækja setji sér verðug markmið. Hér mætti nefna markmið söludeildar til að ná söluáætlun, þjónustudeildar, framleiðsludeildar o.s.frv. En eru deildirnar að vinna saman að því að ná sameiginlegu markmiði fyrirtækisins? Hver eru markmið fyrirtækisins?

Námskeiðið miðar að því að aðstoða stjórnendur við að setja sér markmið með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og  nota til þess aðferðafræði lean.

að uppfylla þarfir kröfuharðra viðskiptavina

Breytingar hafa aldrei verið hraðari því tækninni fleygir fram og aðgangur að upplýsingum hefur aldrei verið betri.

Líklegt er að neytandinn hafi nú þegar aflað sér upplýsinga um fyrirtækið þitt, vöru og þjónustu og sé búinn að sigta út brot af því besta og gera samanburð.
Óánægðir neytendur breiða boðskap sinn eins og eldur um sinu. Má hér nefna samfélagsmiðla og einfaldara aðgengi að upplýsingum sem hefur breytt því valdahlutfalli sem áður var á milli fyrirtækja og neytenda. Völdin hafa færst í hendur neytenda. Þau fyrirtæki sem átta sig ekki á þessum breytingum og bregðast við munu tapa samkeppninni, það hafa dæmin sannað.

Áskorun fyrirtækja í dag er því að halda viðskiptavinum sínum ánægðum á sama tíma og tryggð er hverfandi. En til eru fyrirtæki sem leiða þessa breytingu og koma út sem sigurvegarar.

Hægt er að læra „töfrana“ á bak við velgengina og innleiða lean hjá þínu fyrirtæki.

þristurinn

Ertu þreytt/ur á að vera sífellt að slökkva elda og hafa aldrei tíma til að huga að framtíðinni?
Lærðu að greina rót vandans í staðinn fyrir að velja einföldustu lausnina við hvert tilfelli sem oft á tíðum er skammtímalausn. Til að ná enn betri árangri  kenndu starfsfólkinu þínu að gera slíkt hið sama.

fyrirtækið sem ein heild

Vilt þú að starfsfólkið vinni verkefni sín í þágu eigin deildar eða þjónusti viðskiptavininn og leysi verkefnin á sem hagkvæmastan hátt fyrir fyrirtækið sem heild?
Algengt er að fyrirkomulag fyrirtækja sé þannig háttað að engin ein deild geti sinnt viðskiptavininum í heild sinni. Með því að hugsa viðskiptasambandið sem meginferli má auka ánægju viðskiptavina um leið og verulega er hægt að draga úr þeim kostnaði sem til þarf.

Gagnlegt námskeið sem byggir á grunnstöðum í lean aðferðarfræðinni og gagnast fyrirtækinu í heild.

lean á heimilinu

Að loknum vinnudegi væri ánægjulegt að geta komið sér þægilega fyrir í sófanum með tærnar upp í loftið. En því er nú öðru nær á flestum heimilum. Við taka tímafrek heimilisstörf, þvotturinn, eldamennska og margt fleira.

Lean aðferðir virka ekki síður á heimilinu en á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir Lean og hvernig má á hagnýtan hátt gera einfaldar breytingar á heimilinu sem hjálpa til við að spara tíma og gera heimilisstörfin bæði einfaldari og skemmtilegri.

Fyrir hverja: Alla, konur og karla, sem hafa áhuga á að einfalda sér heimilislífið.

Lengd námskeiðs: 75 mín.

FYRIRSPURN UM NÁMSKEIÐ

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

Sérsniðin lean námskeið

Vantar þig sérsniðin námskeið fyrir fyrirtækið þitt?
Sendu okkur línu og við verðum við því.

Hafðu samband