Um lean

Lean hefur löngum verið tengt við
Toyota en uppruna fræðanna má rekja til þeirra.

lean upprunið frá toyota

Á 6. áratug síðustu aldar hélt Toyota innreið sína inn á bandarískan bílamarkað. Þeir tóku fljótt forystu á markaðnum en ekkert fyrirtæki gat boðið bíla með lægri bilanatíðni og á betra verði en jafnframt með mun hærri framlegð en aðrir bílaframleiðendur. En hvernig gat Toyota gert svona miklu betur en aðrir, hvað gerðu þeir öðruvísi?

Toyota þróaði stjórnkerfi og vinnukúltur sem þeir kölluðu "The Toyota Way".

Hugmyndafræðin er á flestan hátt ólík hefðbundinni fyrirtækjamenningu og  hugsunarhætti um almenna fjöldaframleiðslu eða "Mass Production" en einkunnarorð Toyota er "We build people, not cars". Árangurinn sem Toyota náði vakti mikinn áhuga bandarískra bílaframleiðanda sem reyndu að herma eftir aðferðum Toyota með mun lakari árangri.

hugtakið lean varð til

1990 kom út bókin "The Machine That Changed the World" þar sem rannsakað var hvað Toyota gerði öðruvísi og skilaði svona miklu betri rekstrarniðurstöðu og lægri bilanatíðni. Orðið lean varð til upp úr þessu sem samnefnari yfir þær aðferðir sem Toyota notaði og einskorðast ekki við bílaframleiðslu. Árið 1996 kom síðan út bókin "Lean Thinking" og segja má að þá fyrst hafi lean hugtakið fest sig í sessi.

Mörg fyrirtæki hafa tekið skref fram á við og gert tilraunir til að heimfæra aðferðafræðina yfir á sinn rekstur með því að nýta sér ýmis tæki og tól úr verkfærakistu lean til að ná betri árangri. Bandarísk rannsókn sýnir að þau iðnfyrirtæki sem hafa innleitt Lean eru að meðaltali með 40% meiri hagnað en samkeppnisaðilar þeirra. Það er því eðlilegt að fyrirtæki séu forvitin um hvað þurfi til.

Árangursrík stjórnunaraðferð

Lean er talin ein árangursríkasta stjórnunaraðferð 21. aldarinnar ef hún er rétt notuð.
Lean er jafnframt mikið rannsökuð fræði sem gerir það að verkum að hægt er að skilgreina hvað felst í að vera „Lean“ fyrirtæki.

Hjá fyrirtækjum sem byrja að innleiða Lean er algengt að markmiðin séu að lækka kostnað, auka ánægju starfsmanna og viðskiptavina, ásamt því að auka framleiðni. Staðreyndin er hinsvegar sú að fæst þessara fyrirtækja ná settum markmiðum. En hvað veldur því?

1. Lean er fyrst og fremst stefnumótandi breyting á fyrirtækjamenningu
Með aðferðafræðinni fæst heil kista af verkfærum sem nýta má til að innleiða breytta stefnu og kenna starfsfólki lögmálin á bak við Lean. Þau fyrirtæki sem nota aðeins hluta af þeim tækjum og tólum sem í boði eru ná yfirleitt ekki að breyta fyrirtækjamenningunni sem er lykillinn að því dýnamíska afli sem býr að baki Lean.

2. Lean fyrirtæki vinna og hugsa á ólíkan hátt en önnur fyrirtæki
Nauðsynlegt er að vera tilbúin að leggja niður gamlar hefðir og venjur sem starfsfólk og stjórnendur hafa unnið eftir jafnvel árum saman og þora í þær breytingar sem samræmast lögmálum Lean.

Ef ná skal hámarksárangri eru lögmálin ekki umsemjanleg heldur þurfa fyrirtæki að læra þau og innleiða inn í starfsemi sína.

Ráðgjöf

Áralöng þekking og reynsla af innleiðingum á lean.

vinnustofur

vinnustofur sem henta vel til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

námskeið

Fjölbreytt úrval af námskeiðum 

töflustjórnun

sýnilega stjórnun er nauðsynleg til að bæta reksturinn

Vantar þig hádegisfyrirlestur eða hópefli á tímum COVID?

Lean fyrir heimilið er tilvalinn hádegisfyrirlestur fyrir starfsfólkið sem tekur jafnan virkan þátt í umræðunum.

Skemmtilegar umræður hafa skapast í fundunum þar sem við sjáum hlutina oft í ólíku ljósi með augum lean. Hvernig skipuleggur Elísabet vikuna fyrir fjölskylduna? Er hægt að einfalda heimilisstörfin, stytta verkferlana og koma öllu í röð og reglu til lengri tíma?

Markmiðið er að hafa gagn og gaman að opna augu okkar fyrir aðferðum sem einfalda okkur lífið.