Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

"A3 - Þristurinn"  
markviss aðferð til að stýra verkefnum og finna rót vandans

01. 

Slökkva elda

Mikið áreiti og vinna skapast við að vera stöðugt að slökkva elda og fá sömu vandamálin endurtekið aftur upp í hendurnar.

02.

Rót vandans

Algengt er að fólk kaupi sér tíma með tímabundnum "plástrum" í stað þess að gefa sér tíma til að leysa rót vandans.

03.

Lausnir

Þristurinn er verkefnastjórnunartæki sem kerfisbundið heldur utan um verkefni og leiðir notandann að rót vandans.

námskeiðið

Ertu þreyttur á að vera stöðugt að slökkva elda?

Lærðu að finna rót vandans í staðinn fyrir að velja einföldustu lausnina sem oft á tíðum er skammgóður vermir.

A3 eða "þristurinn" er aðferðin sem kennd er á námskeiðinu. Þristurinn er verkefnastjórnunartól og er þrautreynd aðferð úr lean verkfærakistunni. Þristurinn er notaður af mörgum af stærstu fyrirtækjum heims, s.s. Toyota og Alcoa.

Námskeiðið er unnið upp úr bókinni "Learning to See", sem er þekktasta kennslubókin um notkun á þristinum.

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur öðlist hæfni til að nota "þristinn" sem verkefnastjórnunartæki. Þannig hafa þátttakendur þekkingu til að vinna kerfisbundið við að finna rót vandans og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að vandamálin endurtaki sig.

Fyrir hverja? Alla stjórnendur, rekstraraðila og aðra sem sinna verkefnastjórnun innan fyrirtækja.

Lengd námskeiðs: 2 klst.

Verð:
249.000 kr. + vsk óháð fjölda.

Athugið að flest Stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði fyrir sitt félagsfólk.

Sendu okkur línu eða tölvupóst á lean@leanradgjof.is

Ertu í vindmylluslag?

Algengt er að fyrirtæki séu að fá sömu vandamálin síendurtekið í fangið. Ástæðan er m.a. sú að það er mikið álag og því einfaldast að hlaupið er á fyrstu augljósu lausnina sem slekkur eldinn í það skiptið. Vandamálið er að þetta leysir ekki undirliggjandi vandamálið sem kemur fljótlega aftur upp á yfirborðið. Annað vandamál er að starfsfólk hefur yfirleitt hvorki þjálfun eða tæki sem hjálpa þeim að markvisst finna rót vandans. Því oft liggja ræturnar djúpt og við finnum þær ekki fyrr en við höfum snúið við mörgum steinum.

Verkfærin eru fyrir hendi
Þristurinn er frábært tól sem hjálpar fólki að halda utan um verkefni með það fyrir augum að halda yfirsýn og finna bestu lausnina. Þristurinn er í raun samskiptatæki þar sem aðferðin byggir á því að notandinn hafi yfirsýn yfir verkefnið og eigi að safna upplýsingum frá helstu hagsmunaðilum. Þessar upplýsingar notar notandinn svo til að fyrst greina verkefnið og koma svo með tillögur um aðgerðir.

Ávinningurinn er að allir hagsmunaaðilar fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við það að finna undirliggjandi vandamál og mögulegar lausnir.

Panta námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum