Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

skipulagning vinnuferla með aðferðum lean

hvað felst í Breyttu vinnuskipulagi

01. 

aukið flæði

Ferlin eru teiknuð eru upp miðað við núverandi stöðu.
Með auknu flæði er markmiðið að hver framleiðslueining klárist fyrr (One-Piece Flow). Með því móti má auka framleiðni til muna.

02.

Allt við höndina 

Vinnuumhverfið er skipulagt miðað við að öll aðföng, tæki og tól séu við höndina fyrir starfsfólkið. Með því má fækka þeim tíma sem starfsmenn þurfa af einhverjum ástæðum að gera hlé á raunverulegri vinnu.

03.

bætt umgengni

Góð umgengni getur skipt sköpum og dregið verulega úr sóun. Allir hlutir eiga sinn stað. Hér helst þetta allt í hendur og styður vel við fyrri atriði, að auka flæði og greitt aðgengi að réttum aðföngum.

04. 

Stjórnun

Síðast en ekki síst er mikilvægt að efla stjórnun til að styðja við ferlið í heild sinni. Stjórnendur þurfa að vera virkir þátttakendur í umbótaferlinu.

rýnum til gagns

Mikil framþróun hefur orðið hjá erlendum iðnfyrirtækjum í framleiðsluferlinu á undanförnum árum. Hugmyndafræðina má yfirfara yfir á íslensk fyrirtæki.

Útgangspunkturinn með vinnunni er að breyta skipulaginu þannig að flæðið gangi sem best fyrir sig.

ég hef áhuga á kynningu

Hvað segja viðskiptavinirnir

“Við hjá Hringrás höfum verið að berjast við að ná niður birgðum, auka flæðið og nýta betur plássið á starfstöð okkar í Klettagörðum með misjöfnum árangri. Við leituðum til Guðmundar hjá Lean ráðgjöf sem kynnti okkur fyrir 2seconds lean aðferðafræðinni og hefur hann verið að aðstoða okkur við innleiðinguna. Þessa 3 mánuði sem að við höfum beitt aðferðum lean sjáum við stórstígar framfarir. Magn óuninna birgða er í sögulegu lágmarki og plássleysið sem að við höfum verið að slást við alla tíð er úr nánast úr sögunni. Það er mikið verk óunnið til að við hjá Hringrás getum kallað okkur lean en við erum sannarlega á réttri leið.”

daði jóhannesson, framkvæmdastjóri hringrásar