Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

lean töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur skipt sköpum þegar kemur að ákvörðunartöku um reksturinn eða verkefni.

Sýnileg stjórnun - gulur, rauður, grænn

Um allan heim er sýnileg stjórnun notuð til að einfalda okkur lífið. Nærtækasta dæmið eru umferðarljós og vegmerkingar.
Grænt ljós þýðir að við séum á réttri leið og getum haldið ótrauð áfram, gult ljós setur okkur í viðbragsstöðu og rautt ljós er viðvörun.

Fyrirtæki geta nýtt sér sýnilega stjórnun til að  skerpa á ferlum, draga úr hættu á mistökum, auka framleiðni og teymisvinnu.

Lean ráðgjöf getur aðstoðað þig við að koma á sýnilegri stjórnun, hvort sem um ræðir á skrifstofunni eða vinnslugólfinu.

mismunandi leiðir henta hverju sinni til að gera vinnuna sýnilegri

Verkefnatöflur til að ná betri yfirsýn og fylgja verkefnum eftir s.s. Kanban töflur til að fylgja eftir framvindu verkefna.

Vinnuskipulagstöflur til að jafna álag á milli starfsmanna og stuðla að réttri forgangsröðun daglegra verkefna.

Lean töflustjórnun til að stýring þjónustustigi þannig að tíma starfsmanna sé markvisst stýrt miðað við þarfir viðskiptavina, tíma og mönnun hverju sinni.

Lean töflustjórnun til að innleiða stefnu og markmið
„What you measure gets improved“. Töflur eru gott verkfæri til að tryggja að markmið og stefna komist í framkvæmd. Markmið eru sett og framvindan mæld reglulega. Starfsfólk og stjórnendur eru því vel upplýstir um framvindu markmiða og geta gripið til ráðstafana ef staðan sýnir að breytinga sé þörf.

Hvað segja viðskiptavinirnir

„Í okkar rekstri eru verkefni stjórnandans skýr, að einstaklingar og hópar viti til hvers er ætlast af þeim og að þau axli ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna sinna. Með opinni og sýnilegri stjórnun, sem að mínu mati er best gert með töflum, fæst yfirsýn yfir verkefnin og eru þau rekin áfram og vöktuð með einföldum hætti. Umræða um óþægileg málefni, tengt því að verkefnin gangi ekki eins og planað var, verða að heilbrigðum og uppbyggilegum samtölum. Eftir að hafa starfað sem stjórnandi í tæp 30 ár hugsa ég oft til þess hve margt hefði betur getað farið ef ég hefði haft töflurnar. Reynsla mín eftir að hafa nú unnið með töflustjórnun í nokkur ár er að þannig sé best að koma stefnu til framkvæmdar.”

– Böðvar Þórisson, sviðsstjóri Fyrirtækjasviðs Hagstofunnar.

Sjá nánar um viðskiptavini

Vilt þú aka yfir á græna ljósinu?

Lean ráðgjöf hefur innleitt sýnilega stjórnun hjá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum með góðum árangri og má þar m.a. nefna Hagstofu Íslands, GB tjón, Arctic Trucks o.fl.

Töflustjórnun er aðlöguð að hverjum viðskiptavini fyrir sig. Þarfir viðskiptavina eru mismunandi en sýnileg stjórnun hefur reynst öflugt tól í verkfærakistu Lean.

Vantar þig hádegisfyrirlestur eða hópefli á tímum COVID?

Lean fyrir heimilið er tilvalinn hádegisfyrirlestur fyrir starfsfólkið sem tekur jafnan virkan þátt í umræðunum.

Skemmtilegar umræður hafa skapast í fundunum þar sem við sjáum hlutina oft í ólíku ljósi með augum lean. Hvernig skipuleggur Elísabet vikuna fyrir fjölskylduna? Er hægt að einfalda heimilisstörfin, stytta verkferlana og koma öllu í röð og reglu til lengri tíma?

Markmiðið er að hafa gagn og gaman að opna augu okkar fyrir aðferðum sem einfalda okkur lífið.