Sérhæfing
í lean Ráðgjöf & innleiðingum

Viltu bæta reksturinn og draga úr sóun?
Kynntu þér aðferðir Lean

Bóka frían kynningarfund

Lean miðar að því að skapa virði og eyða sóun

ÞjónustA lean ráðgjafar

Lean
ráðgjöf

Lean ráðgjöf hefur góða reynslu af því að vinna með fyrirtækjum í ólíkum atvinnugeirum við að bæta rekstur og samkeppnishæfni.

Tækifærin leynast víða.
Við kynnum okkur stöðuna hjá fyrirtækinu og komum með tillögur að breytingum í takt við markmið og stefnu fyrirtækins.

Nánar... ráðgjöf

Lean
töflustjórnun

Að hafa yfirsýn yfir stöðu verkefna í rauntíma er mikilvægt til að taka upplýstar ákvarðanir.

Sýnileg stjórnun er árangursrík leið til að:
- Stuðla að samvinnu
- Auka yfirsýn
- Jafna vinnuálag
- Bæta upplýsingagjöf
- Skerpa á ferlum
- Auka framleiðni

Nánar... töflur

Lean
vinnustofur

Samkeppnishæfni byggir ekki einungis á nýjustu tækni, vélum eða hugbúnaði heldur skipta vinnuferlar miklu máli.

Vinnustofur, þar sem hópur starfsfólks kemur saman er árangursrík leið til að ræða vandamál, lausnir og koma með hugmyndir til að bæta vinnuferla.
Vinnustofur eru aðlagaðar að hverju fyrirtæki fyrir sig.

Nánar... vinnustofur

Lean
námskeið

Lean býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða og vinnustofa sem aðlöguð eru að þörfum hvers viðskiptavinar.

Aukin þekking og fræðsla er fyrsta skrefið fyrir starfsfólk til að bæta vinnulag sitt. Með aðferðum Lean er m.a. hægt að bæta framleiðni, draga úr kostnaði, auka gæði og starfsánægju.

Nánar... Námskeið

hvað segja viðskiptavinirnir

"Lean ráðgjöf kemur með ferska en þó þrautreynda hugmyndafræði að borðinu. Allt mitt starfsfólk er með í innleiðingunni og við finnum hvernig Lean gerir hvern vinnudag betri og betri. Lean hefur breytt fyrirtækinu hratt til hins betra, bæði fyrir starfsfólk og ekki síður viðskiptavini".

– Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaup.is -

Viðskiptavinir

Sóun í rekstri skiptist í átta flokka

1. offramleiðsla

Þegar meira er framleitt en þörf er fyrir svo sem af vörum eða magni. Hér er einnig átt við óþarfa verkefni.
Offramleiðsla er talin höfuðsóunin þar sem hún býr til hinar sjö tegundir sóunar.

2. birgðir

Allar birgðir, vörur eða upplýsingar sem safnast saman hraðar en þær eru unnar. Hvort sem um ræðir áþreifanlegar eða rafrænar birgðir þarf að vinna með þær, færa eða flytja og getur það valdið skemmdum eða mistökum. Að vinna með stóran bunka getur verið letjandi.

3. biðtími

Biðtími er sóun. Þegar vara, þjónusta eða vinnsla fer á bið þarf að endurskoða ferlið. Æskilegt er að geta unnið í samfelldu flæði til að ná fram hagræði.

4. ofvinnsla

Allar aðgerðir sem unnar eru á vörum eða þjónustu umfram þær sem viðskiptavinurinn hefur óskað eftir er ofvinnsla. Hér má nefna tvíverknað, óþarfa pökkun, óumbeðnar upplýsingar o.fl.

5. gallar

Allir gallar, skemmdir eða leiðréttingar sem verða á vöru , þjónustu eða við vinnslu.

6. ófarfa hreyfing

Öll hreyfing hjá starfsfólki önnur en við vinnuferlið sjálft. Hér er átt við óþarfa gang við að leita, sækja aðstoð eða upplýsingar, aðföng o.s.frv.

7. óþarfa flutningur

Allur óþarfa flutningur á vörum og lager svo sem að færa vörur fram og tilbaka.

8. vannýttur sköpunarkraftur starfsfólks

Hugmyndir sem starfsfólk hafa til að bæta vinnuna eða aðstöðuna er oft vannýtt auðlind. Starfsfólkið er ekki spurt eða hugmyndum þeirra ekki komið í farveg.

Bandarísk rannsókn sýnir að þau fyrirtæki sem hafa innleitt lean skili að meðaltali 40% meiri hagnaði en samkeppnisaðilar þeirra.

- Fólkið -

Áralöng þekking af innleiðingu á Lean hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson

verkfræðingur

Að baki Lean ráðgjafar stendur Guðmundur Ingi Þorsteinsson, iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur.

Íris Magnúsdóttir

markaðsmál

Vantar þig aðstoð við vefsíðugerð eða markaðsstarf?
iris@ozz.is

Hvað er að frétta?

Fylgstu með hvað er að gerast í Lean á Íslandi sem erlendis.
Fréttir af innleiðingum, vinnustofum og námskeiðum undir stjórn Lean ráðgjafar ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Greinin úr Morgunblaðinu - lean sem mótvægi við Kulnun og lausn við styttingu vinnudagsins

Lean aðferðir gegn kulnun í starfi og við styttingu vinnuvikunnar

Viðtal í síðdegisþættinum á K100 - Þurfum við að hlaupa hraðar?

VIðtal í sídegisþættinum hjá Loga Bergmanni og Sigga Gunnars á K100

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Hvað er Lean ráðgjöf?

Viðtal um hvað Lean ráðgjöf er.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson

er lean svarið fyrir þig?

Við bjóðum frían kynningarfund til að fara yfir hvernig lean gæti nýst þínu fyrirtæki.
Því er engu að tapa - en til mikils að vinna.

Hafðu samband

1. netfang...

lean@leanradgjof.is

2. Sími...

+354 686 9501

Fyrirspurn

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form