Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Hreinn og vel skipulagður vinnustaður er öruggarivinnustaður. Öryggismál ættu að vera flestum fyrirtækjum hjartans mál enda erþað siðferðisleg skylda þeirra að koma starfsmönnum heilum heim í lokvinnudagsins. Eins geta vinnuslys verið fyrirtækjum mjög kostnaðarsöm.
Iðnaðarfyrirtækið Þúsund fjalir í Hafnarfirði fékk á dögunumtilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Lean ráðgjöf hefur verið að aðstoða Þúsundfjalir við að bæta vinnuskipulag og auka teymisvinnslu síðasta árið. Það ermjög ánægjulegt þegar fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þaðskemmtilega við Þúsund fjalir er að þar vinna einungis um 20 manns og er aðmörgu leiti mjög hefðbundið íslenskt iðnaðarfyrirtæki. Árangur þeirra sýnir að fyrirtækiþurfa ekki að vera risastór til að geta lært af bestu fyrirtækjum í heimi.
Til hamingju með viðurkenninguna starfsfólk Þúsund fjala 😊
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊
Lean ráðgjöf hefur unnið með Víkurverk frá árinu 2018 við að auka framleiðni á verkstæði fyrirtækisins. Árangurinn hefur verið ótrúlegur því áður en Lean vinnan hófst kláraði verkstæðið að meðaltali 40 viðgerðum á viku. Það hefur hækkað í 65 viðgerðir á viku sem gerir 62% framleiðniaukning. Geri aðrir betur.