Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

Bættu rekstur og þjónusta
með aðferðum lean

01. 

Betri afkoma

Lean fyrirtæk skila að meðaltali 40% meiri hagnaði en sambærileg fyrirtæki samkvæmt rannsókn US Industry. Það er því eftir miklu að sælast.

02.

lægri kostnaður

Með því að setja fókusinn á að draga markvisst úr sóun með aðferðum Lean þá er afleiðingin lægri kostnaður og minni mannaflaþörf.

03.

nýta mannauðinn

Starfsfólk er falin gullnáma af hugmyndum sem hjálpa fyrirtækjum að gera gott betra.. Það eykur frumkvæði og ánægju starfsfólks.

námskeiðið

Vilt þú læra aðferðir sem hjálpa þér að bæta rekstur og þjónustu?

Von um betri rekstur er algengasta ástæðan fyrir því að fyrirtæki vilja innleiða Lean.

Lean bíður upp á aðra nálgun og aðferðafræði við rekstur fyrirtækja sem skilar betri árangri. Lean fyrirtæki skila að meðaltali 40% meiri hagnaði en sambærileg fyrirtæki samkvæmt rannsókn hjá US Industry.

Ánægðir viðskiptavinir og góð þjónusta er eitthvað sem flest fyrirtæki stefna að. En hvernig gerum við þjónustuna enn betri? Á námskeiðinu er farið yfir og kennd aðferð um hvernig má með einföldum hætti bætta alla þjónustu.

Sýnd verða dæmi frá íslenskum og erlendum fyrirtækjum um hvernig má breyta rekstri þeirra til hins betra.

Helstu efnistök námskeiðsins:
• Aðferðir hvernig hægt er að gera vinnudaginn afkastameiri
• Hvernig á að bæta verkefnastjórnun og halda fókus á þau verkefni sem skipta mestu máli
• Hvernig á að bæta stjórnun til að láta vinnustaðinn ganga betur
• Hvernig má virkja starfsmannahópinn betur
• Hvernig má með einföldum ráðum stórbæta þjónustuna

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur fái grunnskilning á hvernig hægt er að nota Lean aðferðir til ná betri rekstrarárangri. Þátttakendur læra praktískar aðferðir sem þeir geta tekið með sér og innleitt í eigin rekstri.

Fyrir hverja? Alla stjórnendur, rekstraraðila og fólk sem kemur að lykilákvörðunum fyrirtækja.

Lengd námskeiðs: Lengd námskeiðs: 1/2 dagur.

Verð:
299.900 óháð fjölda.

Athugið að flest Stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði fyrir sitt félagsfólk.

Sendu okkur línu eða tölvupóst á lean@leanradgjof.is

Er þörf á betri rekstri?

Í hvað fer tími stjórnanda?
Margir stjórnendur hafa það mörg verkefni á sinni könnu að þeir geta ekki með góðu móti sinnt starfsmönnum eða hjálpað til að leysa þá flöskuhálsa sem koma upp innan fyrirtækisins á degi hverjum. Með því að búa til betra vinnukerfi er hægt að auðvelda stjórnendum að sinna hlutverki sínu betur. Við það fá þeir meiri tíma til að sinna því sem mikilvægast er, betri yfirsýn yfir starfsemina og geta brugðist hraðar við því sem kemur upp hverju sinni.

Er hár kostnaður vandamál?
Algengt er að stór hluti af rekstrarkostnaði sé fastur kostnaður. Oft er hægt að lækka þennan kostnað með því að bæta samvinnu og eyða þeirri sóun sem ávallt verður til innan veggja fyrirtækisins. Eins er hægt að auka tekjustreymi með meira verkefnaflæði og þar af leiðandi hraðari útsendingu reikninga.

Verkfærakistan er til
Það er því tímabært að hjálpa rekstraraðilum með verkfærakistu af aðferðum sem hjálpa þeim að ná betri tökum á rekstrinum. Árangurinn er lægri kostnaður, betri yfirsýn og jafnara vinnuálag.

Panta námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum