Lean ráðgjöf vinnur umbótaverkefni fyrir Arctic Trucks

September 27, 2017

3S umbótaverkefni með Arctic Trucks

Lean ráðgjöf vann að „3S umbótaverkefni“ með Arctic Trucks með það markmið að bæta vinnuaðstöðu á breytingaverkstæði þeirra og auðvelda starfsmönnum vinnuna. Ánægjulegt var að sjá hversu jákvæðir starfsmenn Arctic Trucks voru og hversu mikil breyting varð á vinnuaðstöðunni“.

„Við leituðum til Guðmundar Inga hjá Lean ráðgjöf haustið 2017 til að aðstoða okkur við ýmsar umbætur á breytingaverkstæði okkar hjá Arctic Trucks. Guðmundur uppfyllti allar okkar væntingar og rúmlega það. Hann leiddi okkur af stað í umbótavinnunni og hjálpaði til við að fá alla starfsmenn með í liðið.
Breytingarnar á vinnuumhverfinu og verklagi eru áþreifanlegar og við munum leita til Lean ráðgjafar þegar kemur að því að taka umbótavinnuna okkar upp á næsta stig.“- Gísli Sverrisson, stjórnandi á breytingaverkstæði Arctic Trucks.

Hér má sjá mynd fyrir og eftir
Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson