Kvikk þjónustan fetar Lean veginn

September 27, 2017

Kvikk þjónustan réðst í allsherjarbreytingar á vinnuumhverfi verkstæðisins í október 2017 með Lean aðferðina „3S“að leiðarljósi. Áður hafi fyrirtækið oft farið í áttök og tekið til hendinni enhlutirnir leituðu alltaf í gamla farið. Hinsvegar núna nákvæmlega ári eftir að verkefniðhófst hefur breytingin viðhaldist og verið haldið áfram um allt fyrirtækið.

Afraksturinn er hreinnavinnuumhverfi, betri vinnuaðstaða sem leiðir til betri gæða fyrir viðskiptavina.Allt þetta er jafnt fyrirtækinu, starfsmönnum og viðskiptavinum til hagsbóta.

Áður en við kynntumst Lean höfðum við oft reynt að taka til en án mikils varanlegsárangurs. Hinsvegar eftir Lean þá höfum við náð að virkja alla starfsmenn íbreyttum vinnubrögðum og breytingin á vinnuumhverfinu er í takt við það

Arnar Sigurðsson, eigandi Kvikk þjónustunnar

Sjón er sögu ríkari - þetta stuttamyndband sýnir breytinguna fyrir og eftir.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Hvernig væri lífið ef þú þyrftir aldrei aftur að taka til?

Nýr veruleiki blasir við mörgum þessa dagana með auknum tíma heima við, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tök á að vinna heiman frá. Margir nota tímann til að taka til hendinni og losa sig við óþarfa dót sem hefur safnast fyrir. En hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök í að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt flæðið á heimilum betur fyrir alla á heimilinu?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Ný þjónusta – fjarfundur og fjarráðgjöf

Breyttir tímar búa til nýjar áskoranir fyrir fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur. Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að mæta þessu. Lean ráðgjöf vill gera sitt til að hjálpa fyrirtækjum að yfirstíga þessar áskoranir. Til að gera það er fjarráðgjöf og fjarfundir ný þjónusta í boði. Ein helstu áskorunin sem deildir og hópar þurfa að mæta er hvernig getum við tryggt samvinnu á sama tíma og starfsmenn eru allir á ólíkum stöðum og þannig tryggt að allir séu að toga í sömu átt

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Fjarnámskeið í boði á tímum heimavinnu og samkomubanns

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun á þarfir viðskiptavina. Þess vegna mun Lean ráðgjöf núna bjóða upp á fjarnámskeið. Bæði verður boðið upp á opin fjarnámskeið sem verður hægt að skrá sig á og einnig fyrir fyrirtæki og hópa.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson