Kistufell innleiðir lean og virkjar allt starfsfólkið

September 27, 2017

Starfsfólkið er gulls ígildi

Lean ráðgjöf aðstoðaði Kistufell, eitt elsta vélaverkstæði landsins, við innleiðingu á lean til að bæta  vinnuumhverfið og virkja starfsmenn í þeirri vinnu. Vinnusvæðinu var skipt í viðráðanleg verkefni þannig að starfsmenn væru ábyrgir fyrir sínu vinnusvæði en hefðu um leið svigrúm til að gera umbætur á eigin forsendum. Ánægjulegt var að sjá hve mikil breyting varð á verkstæðunum hjá Kistufelli í kjölfar verkefnisins.

„Lean aðferðin hefur klárlega hjálpað okkur við að einfalda og bæta dagleg störf. Starfsmenn hafa breytt og bætt verklag sitt og vinnuaðstöðuna og allir eru að vinna að sama markmiði. Við tiltektina hef ég tekið á gömlum málum og fyrirtækið fengið tekjur fyrir ókláruð verkefni sem annars væru líklega enn í „dvala“. Gestir sem koma í heimsókn sjá einnig mikinn mun núna og áður en verkefnið hófst. - Guðmundur Ingi Skúlason, eigandi og framkvæmdastjóri Kistufells

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Lean skipulag styttir samsetningartíma á reiðhjóli um 50%

Við breytinguna styttum við samsettningartímann á hverju hjóli um 50% og viðskiptavinir geta fengið samsett hjól heimsett eftir einungis klst

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Skipuleggðu vinnudaginn aðgengilegt á Tækninám.is

Námskeiðið Skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum Lean er núna orðið aðgengilegt sem vefnámskeið inn á Tækninám.is

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Hvernig væri lífið ef þú þyrftir aldrei aftur að taka til?

Nýr veruleiki blasir við mörgum þessa dagana með auknum tíma heima við, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tök á að vinna heiman frá. Margir nota tímann til að taka til hendinni og losa sig við óþarfa dót sem hefur safnast fyrir. En hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök í að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt flæðið á heimilum betur fyrir alla á heimilinu?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson