Hringrás gerir breytingar á vinnusvæðinu með aðferðum Lean

September 27, 2017

Aðferðafræði Lean hefur reynst vel til að skipuleggja vinnuferlana og ná fram hagræði​ í rekstrinum. Mikil framþróun hefur orðið í framleiðsluferlinu hjá iðnfyrirtækjum sem hafa nýtt sér hugmyndafræðina með góðum árangri.

Hringrás hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á vinnuferlum og hafa endurskipulagt vinnusvæðið sitt með aðferðum Lean að leiðarljósi. Útgangspunkturinn var að bæta skipulag þannig að flæðið gangi sem best fyrir sig og skapa þar með hagræði í rekstrinum.

Afraksturinn er hreinna vinnuumhverfi, betri vinnuaðstaða, lægri viðhaldskostnaður og aukið gegnumstreymi sem leiðir til betra sjóðsteymis.

“Við hjá Hringrás höfum verið að berjast við að ná niður birgðum, auka flæðið og nýta betur plássið á starfsstöð okkar að Klettagörðum með misjöfnum árangri. Við leituðum til Guðmundar hjá Lean ráðgjöf sem hefur aðstoðað okkur við innleiðingu á Lean og sjáum við stórstígar framfarir. Magn óunninna birgða er í sögulegu lágmarki og plássleysið sem að við höfum verið að slást við alla tíð er úr nánast úr sögunni.”

Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar

Sjón er sögu ríkari - þetta stutta myndband sýnir breytinguna fyrir og eftir.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Hvernig væri lífið ef þú þyrftir aldrei aftur að taka til?

Nýr veruleiki blasir við mörgum þessa dagana með auknum tíma heima við, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tök á að vinna heiman frá. Margir nota tímann til að taka til hendinni og losa sig við óþarfa dót sem hefur safnast fyrir. En hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök í að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt flæðið á heimilum betur fyrir alla á heimilinu?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Ný þjónusta – fjarfundur og fjarráðgjöf

Breyttir tímar búa til nýjar áskoranir fyrir fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur. Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að mæta þessu. Lean ráðgjöf vill gera sitt til að hjálpa fyrirtækjum að yfirstíga þessar áskoranir. Til að gera það er fjarráðgjöf og fjarfundir ný þjónusta í boði. Ein helstu áskorunin sem deildir og hópar þurfa að mæta er hvernig getum við tryggt samvinnu á sama tíma og starfsmenn eru allir á ólíkum stöðum og þannig tryggt að allir séu að toga í sömu átt

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Fjarnámskeið í boði á tímum heimavinnu og samkomubanns

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun á þarfir viðskiptavina. Þess vegna mun Lean ráðgjöf núna bjóða upp á fjarnámskeið. Bæði verður boðið upp á opin fjarnámskeið sem verður hægt að skrá sig á og einnig fyrir fyrirtæki og hópa.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson