Hringrás gerir breytingar á vinnusvæðinu með aðferðum Lean

September 27, 2017

Aðferðafræði Lean hefur reynst vel til að skipuleggja vinnuferlana og ná fram hagræði​ í rekstrinum. Mikil framþróun hefur orðið í framleiðsluferlinu hjá iðnfyrirtækjum sem hafa nýtt sér hugmyndafræðina með góðum árangri.

Hringrás hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á vinnuferlum og hafa endurskipulagt vinnusvæðið sitt með aðferðum Lean að leiðarljósi. Útgangspunkturinn var að bæta skipulag þannig að flæðið gangi sem best fyrir sig og skapa þar með hagræði í rekstrinum.

Afraksturinn er hreinna vinnuumhverfi, betri vinnuaðstaða, lægri viðhaldskostnaður og aukið gegnumstreymi sem leiðir til betra sjóðsteymis.

“Við hjá Hringrás höfum verið að berjast við að ná niður birgðum, auka flæðið og nýta betur plássið á starfsstöð okkar að Klettagörðum með misjöfnum árangri. Við leituðum til Guðmundar hjá Lean ráðgjöf sem hefur aðstoðað okkur við innleiðingu á Lean og sjáum við stórstígar framfarir. Magn óunninna birgða er í sögulegu lágmarki og plássleysið sem að við höfum verið að slást við alla tíð er úr nánast úr sögunni.”

Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar

Sjón er sögu ríkari - þetta stutta myndband sýnir breytinguna fyrir og eftir.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Lean skipulagsbreyting hjá Þúsund fjölum í Hafnarfirði

Í maí 2021 byrjaði fyrirtækið að innleiða Lean vinnuskipulag og hérna má sjá smá brot af innleiðingunni og breytingunni sem náðist að innleiða á mettíma.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean innleiðing hjá Eignarekstri

Ragnheiður framkvæmdastjóri Eignareksturs segir okkur frá árangri þeirra af þjónustu Lean ráðgjafar.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Er vinna dyggð eða er hugvit starfsfólks leiðin að nýsköpun

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg en er það okkur alltaf til framdráttar?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson