Ávinningurinn af Lean ráðgjöf

September 27, 2017

Með því að innleiða Lean skapast tækifæri fyrir fyrirtæki að gera betur fyrir viðskiptavininn en á sama tíma einfalda störf starfsfólks. Guðmundur Ingi eigandi Lean ráðgjafar ræðir tilgang fyrirtækisins og ávinninginn af Lean innleiðingu. Farið er í heimsókn í 3 fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri með því að innleiða Lean. Fyrirtækin sem eru heimsótt eru:

  • Kæling sérhæfir sig í framleiðslu og þjónustu í alhliða kælilausnum. Fyrirtækið framleiðir m.a. ískrapavélar sem eru bæði í íslenskum og erlendum fiskiskipum. Kæling er því dæmi um falda perlu í íslenskum iðnaðaði og nýsköpun. Kæling hóf að innleiða Lean í janúar 2019 og fyrirtækið hefur umbreyst til hins betra í kjölfarið.
  • Heimkaup.is er stærsta netverslun landsins.Heimkaup hóf Lean innleiðingu í byrjun árs 2018 og búið er að einfalda flest alla ferla fyrirtækisins eftir það. Árangurinn af Lean innleiðingunni var m.a. yfir 10 þúsund vinnustunda sparnaður fyrstu 10 mánuðina.
  • Víkurverk er með verkstæði sem gerir við ferðavagna. Lean innleiðing hófst í febrúar 2019 og í sumar tók verkstæðið að meðaltali 30-50% fleiri viðgerðir í gegnum verkstæðið miðað við sumarið áður og á sama tíma var yfirvinnu nánast útrýmt.

Sjón er sögu ríkari.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Hvernig væri lífið ef þú þyrftir aldrei aftur að taka til?

Nýr veruleiki blasir við mörgum þessa dagana með auknum tíma heima við, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa tök á að vinna heiman frá. Margir nota tímann til að taka til hendinni og losa sig við óþarfa dót sem hefur safnast fyrir. En hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök í að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt flæðið á heimilum betur fyrir alla á heimilinu?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Ný þjónusta – fjarfundur og fjarráðgjöf

Breyttir tímar búa til nýjar áskoranir fyrir fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur. Fyrirtæki eru misvel í stakk búin til að mæta þessu. Lean ráðgjöf vill gera sitt til að hjálpa fyrirtækjum að yfirstíga þessar áskoranir. Til að gera það er fjarráðgjöf og fjarfundir ný þjónusta í boði. Ein helstu áskorunin sem deildir og hópar þurfa að mæta er hvernig getum við tryggt samvinnu á sama tíma og starfsmenn eru allir á ólíkum stöðum og þannig tryggt að allir séu að toga í sömu átt

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Fjarnámskeið í boði á tímum heimavinnu og samkomubanns

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun á þarfir viðskiptavina. Þess vegna mun Lean ráðgjöf núna bjóða upp á fjarnámskeið. Bæði verður boðið upp á opin fjarnámskeið sem verður hægt að skrá sig á og einnig fyrir fyrirtæki og hópa.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson