Ávinningurinn af Lean ráðgjöf

September 27, 2017

Með því að innleiða Lean skapast tækifæri fyrir fyrirtæki að gera betur fyrir viðskiptavininn en á sama tíma einfalda störf starfsfólks. Guðmundur Ingi eigandi Lean ráðgjafar ræðir tilgang fyrirtækisins og ávinninginn af Lean innleiðingu. Farið er í heimsókn í 3 fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri með því að innleiða Lean. Fyrirtækin sem eru heimsótt eru:

  • Kæling sérhæfir sig í framleiðslu og þjónustu í alhliða kælilausnum. Fyrirtækið framleiðir m.a. ískrapavélar sem eru bæði í íslenskum og erlendum fiskiskipum. Kæling er því dæmi um falda perlu í íslenskum iðnaðaði og nýsköpun. Kæling hóf að innleiða Lean í janúar 2019 og fyrirtækið hefur umbreyst til hins betra í kjölfarið.
  • Heimkaup.is er stærsta netverslun landsins.Heimkaup hóf Lean innleiðingu í byrjun árs 2018 og búið er að einfalda flest alla ferla fyrirtækisins eftir það. Árangurinn af Lean innleiðingunni var m.a. yfir 10 þúsund vinnustunda sparnaður fyrstu 10 mánuðina.
  • Víkurverk er með verkstæði sem gerir við ferðavagna. Lean innleiðing hófst í febrúar 2019 og í sumar tók verkstæðið að meðaltali 30-50% fleiri viðgerðir í gegnum verkstæðið miðað við sumarið áður og á sama tíma var yfirvinnu nánast útrýmt.

Sjón er sögu ríkari.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Lean skipulagsbreyting hjá Þúsund fjölum í Hafnarfirði

Í maí 2021 byrjaði fyrirtækið að innleiða Lean vinnuskipulag og hérna má sjá smá brot af innleiðingunni og breytingunni sem náðist að innleiða á mettíma.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean innleiðing hjá Eignarekstri

Ragnheiður framkvæmdastjóri Eignareksturs segir okkur frá árangri þeirra af þjónustu Lean ráðgjafar.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Er vinna dyggð eða er hugvit starfsfólks leiðin að nýsköpun

Við Íslendingar erum þekkt fyrir að vera dugleg en er það okkur alltaf til framdráttar?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson