Árangursrík lean innleiðing hjá Rubix

September 27, 2017

Við fengum þessa frábæru umsögnfrá Rubix í framhaldi af mjög skemmtilegu og árangursríku verkefni.

"Við hjá Rubix fengum Lean ráðgjöf til að rýna í ferlana hjá fyrirtækinu og samspil þeirra á milli mismunandi deilda.  Afrakstur þeirrar vinnu hefur leitt til þess að ferlar eru talsvert skýrari og þar með ábyrgðarsvið þeim tengdum.

Daglegir töflufundir voru innleiddir að hætti Lean þar sem líðan starfsmanna, verkefnastaða, áskoranir og tækifæri eru rædd. Það er óhætt að segja að ráðgjöfin hafi skilað tilætluðum tilgangi, þar sem hlutverk hver og eins er skýrara, álag dreifist betur og samstaða í deildunum hefur aukist. Ekki síst hefur innleiðing Lean leitt til þess að hlutverk stjórnanda er mun skýrara, útdeiling og eftirfylgni verkefna skilvirkari og dagleg stjórnun er auðveldari. Boðleiðir eru styttri og yfirsýn yfir allan starfsmannahópinn styrkir ákvörðun stjórnenda í forgangsröðun og dreifingu álags.  

Virk þátttaka starfsmanna, jákvætt hugarfar þeirra og áhugi á umbótum hefur auðveldað alla innleiðingu aðferðarfræðinnar innan fyritækisins sem án efa hefur nú þegar sparað kostnað, tíma, aðföng og fleira.

Aðkoma Lean ráðgjafar að innleiðingunni var í senn fagleg og nytsamleg. Í kjölfar innleiðingarinnar hefur hann fylgt verkefninu eftir til að tryggja að þekkingin og vinnubrögðin eru komin til að vera. "

Brynja Vignisdóttir

Mannauðsstjóri Rubix Ísland.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson