Aðstoð við styttingu vinnuvikunnar vinsæl

September 27, 2017

Á liðnum mánuðunum hafa fyrirtæki og stofnanir verið að undirbúa styttingu vinnuvikunnar. Þótt nálgunin sé ólík eftir vinnustöðum er markmiðið það sama, að starfsfólk nái að klára verkefni vinnudagsins innan styttri vinnuviku. Þar sem margir starfsmenn eru þegar undir miklu álagi þá er ljóst að starfsfólk og fyrirtæki þurfa í mörgum tilfellum að breyta verklagi til að það sé gerlegt.  

Góðu fréttirnar eru hinsvegar að mörg fyrirtæki hafa náð að breyta verklagi og vinnuskipulagi og náð með því móti að jafna vinnuálag á milli starfsmanna verulega. Það er mikilvægur grunnur til að geta aukið framleiðni skrifstofunnar þannig að starfsfólk geti klárað verkefni sín og þannig notið styttingu vinnuvikunnar.

Að undanförnu hefur Lean ráðgjöf hjálpað fjölda fyrirtæki að búa til grunn til að geta stytt vinnuvikuna á árangursríkan hátt. Aðstoðin er yfirleitt tvennskonar.

a. Fræðsla og námskeið þar sem starfsfólki eru kenndar markvissar aðferðir til að jafna vinnuálag og skipuleggja tíma sinn betur.

b. Ráðgjöf og aðstoð við fyrirtækja og starfsfólk um það hvernig hægt sé að auka skilvirkni. Líður í því er að yfirfara og greina verkferla, finna flöskuhálsa og uppsprettu vandamál. Vinnustofur eru líka áhrifarík leið til að þétta raðirnar þar sem starfsfólk kemur saman til að skilja núverandi vinnufyrirkomulag og sammælast um breytingar til batnaðar.

Allt eru þetta markvissar aðgerðir sem hjálpa starfsfólki að ná utan um dagleg verkefni og koma meiru í verk innan vinnudagsins.

- Work smarter, not harder er gott slagorð í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson